Færsluflokkur: Dægurmál

Siðlaus sjálfsafneitun rikisstjórnarinnar

Það eru margir undrandi á ríkjunum 27 innan ESB sem mæltu gegn því að IMF sjóðurinn veitti þjóðinni lán. Jafnvel Norðurlandaþjóðir voru þar á meðal og líta sumir á það sem svik við frændþjóðina Ísland. Þetta eru skilaboð til ráðamanna um að það verði ekki lánað til Íslands á meðan núverandi ríkisstjórn situr sem fastast og sömuleiðis yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Erlend ríki gera sér auðvitað grein fyrir því að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa komið okkur í þessi vandræði. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar og efnahagssérfræðingar gera nú grín að íslenskum ráðamönnum sem eru orðnir aðhlátursefni jafnt hér heima og erlendis. Öll þau sem komu okkur í þennan vanda vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd að þau verða að fara frá.En þau þora ekki frá því það er ekki víst að þau verði kosin aftur.  Þetta er eins og sagan af gjaldkeranum sem var búinn að stela svo miklu fé að hann þorði ekki að fara í sumarfrí árum saman svo kæmist ekki upp um þjófnaðinn.  Ríkisstjórn og Seðlabankastjórar eru hinir raunverulegu gjalkerar Íslands og þeir þora ekki að yfirgefa stólana svo slóðin verði ekki rakin og upp um þau komist. Hvernig þau fóru illa að ráði sínu gagnvart þjóðinni.  


Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 24855

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband