Út, Út, drullið ykkur út"

Það er ekki skrýtið að unga fólkið rísi upp og geri vart við sig í Alþingishúsinu. Þetta unga fólk hefur verið skuldsett næstu áratugina vegna kæruleysis og hroka yfirvalda. Þau vilja alþingismenn út úr húsi þjóðarinnar. Það þarf að kjósa uppá nýtt. Það fólk sem nú situr í ríkisstjórn og þjáist af kjarkleysi á að sjá sóma sinn í því að fara frá og óska eftir nýju umboði fólksins í landinu aftur. Þá fyrst kemur í ljós hverjum er treyst. Þeir sem gengu ekki gætilega inn um gleðinna dyr eiga ekki að stjórna þjóðfélaginu núna. Hversu mörg börn og ungmenni þurfa að hlusta á það heima hjá sér að pabbi og mamma séu gjaldþrota? Stjórnvöld hafa skapað þennan vanda og valdið heimilunum í landinu óbætanlegu tjóni. Komandi kynslóð segir hingað og ekki lengra. Kynslóð sem fer inní Alþingishúsið og segir "Út, Út, drullið ykkur Út"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþrúður Karlsdóttir

Það er reyndar alveg rétt hjá þér Ruslana en ég verð að segja að þetta unga fólk á allan rétt á því að gefa skít í hræsnarana sem sitja þarna inni á þingi og fá laun fyrir. Þetta eru börn framtíðarinnar sem segja nei. Þau eru að upplifa það að foreldrar þeirra séu að missa heimili sín og þar með fjölskylduna. Ég ætla að ganga til liðs við þetta unga fólk og styðja þau eins mikið og ég get. Ríkisstjórnin á að skammast sín. Stórnmálastéttin á Íslandi er handónýt

Arnþrúður Karlsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Það er áhveðin skilaboð með hulunni,,refsivöndur ráðamanna er harður og það er verið að benda á það

Gunnar Þór Ólafsson, 8.12.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Arnþrúður.

Það er ekkert skrítið að fólk mótmæli, svo mikið er víst og kynslóðin sem er að vaxa úr grasi og horft hefur upp á andvaraleysi í málum öllum hér á landi, situr ekki þegjandi.

Það er fádæma vitundarskortur af stjórnvöldum af hafa ekki nú þegar tilkynnt kosningar í landinu, svo mikið er víst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.12.2008 kl. 02:17

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég stend með þessum krökkum, það hefði mátt fara hægar að þeim þegar þau áttu að fara út, þetta er örugglega skynsamir krakkar sem geta hlustað á rök, þau hefðu örugglega farið út með góðu ef það hefði verið val, næst mæli ég með sálfræðingi við hurðina á Alþingi og heitu kakó.

Sigurveig Eysteins, 9.12.2008 kl. 05:25

5 identicon

Ef við samþykkjum þessa hegðun er ekki langt í ofbeldið. Mótmælin sem við ættum að sýna er að hætta að versla við´þetta útrásarlið. Hvað finnst þér um það Arnþrúður eða ert þú ekki ein af þeim sem er þar inni ??

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:23

6 Smámynd: Heidi Strand

Guðrún, það er ef stjórnin fara ekki frá. Þeir taka ekki pólitíska ábyrgð og sitja í óþökk meirihluti þjóðarinnar.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 09:18

7 identicon

veistu ég bara skil ekki þessi læti í lögguni þegar þeir henda fólkinu inni í bíl þá hrópa þeir (hvað eru þið að spá hvað eru þið að pæla)ég hélt að þeir ættu að vera hlutlausir i svo málum.

Allavegana þá er ég að koma mér upp fjölskyldu nú í þessum mánuði og verð bara að segja að þetta gæti bara ekki verið verri tími til þess, allur peningur sem ég átti og ættlaði að nota i íbúðar kaup er farinn + það að lánið á bilnum mínum er búið að hækka um 5 MILLUR + það að ég lendi í vinnuslysi og er atvinnulaus.

'Eg veit ekkert hvað fólk eins og ég eigum að gera í svona stöðu ekki eru þessir menn að gera eitt né neitt i okkar málum eða ekki svo að maður finni fyrir því. (það verða enginn jól hjá mér þetta árið allavega)

'Eg er alveg sammála þessu fólki í gær DRULLIÐ YKKUR 'UT ÞETTA ER OKKAR H'US OG ÞAÐ ERUM VIÐ SEM EIGUM AÐ F'A AÐ R'AÐA HVER ER VIÐ VÖLD

Takk Fyrir

Jensinn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:31

8 identicon

Hættum að versla í búðum fjárglæframanna það held ég að sé bestu mótmælin og þeir ráðamenn sem spilltir eru fylgja þá kannski .þessu glæpaliði úr landi

Guðrún (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:54

9 identicon

Verður fróðlegt að sjá hversu margir muna eftir frammistöðu stjórnmálamannanna þegar kemur að næstu kosningum. Ef fólk ætlar að standa við stóru orðin á það að mæta og skila auðu.

Gulli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:35

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta kemur frá fyrrverandi verði laganna?  Sem virðist ekki hafa skilið orsakir né afleiðingar. Fyrirgefðu að ég segi það Arnþrúður. Mér sýnist að þú hafir fasískan hugsunarhátt. Fólkið kemst á Alþingi í kosningum. Ef það er óánægt með mannskapinn þar á bæ, er hægt að kjósa hann burt í næstu kosningum. Krakkakjánarnir sem réðust inn í þingið í gær eru ekki á vegum meirihluta þjóðarinnar í landinu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2008 kl. 10:55

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Arnþrúður. Ég verð að taka undir með dr. Vilhjálmi Erni. Þá tek ég undir með Guðrúnu vestfirðingi. Skil ekki af hverju fólk verslar enn við þessa útrásarböðla. Sýnum þeim að við líðum ekki þessa viðskiptahætti og kaupum ekki vörur hjá þessum böðlum. Snúum okkur t.d. að Krónunni, þeir kumpánar virðast ekki hafa hagað sér á þennan veg sem hinir.

Takið eftir kr. 50.000.000,- úthlutun úr pokasjóði Höskuldar Jónssonar til mannúðarmála eins og Mæðrastyrksnefndar um daginn. Útrásarböðlarnir sem ganga undir nafninu geislaBAUGSfeðgarnir og eru með 65-80 % af verslunarrekstri á Íslandi og þar með sennilega svipað hlutfall í pokasölu eru ekki að úthluta nærri jafn miklu úr prívat pokasjóði sínum, því þeir eru ekki með í pokasjóði þeim sem Höskuldur veitir stjórnarformennsku. Það hefur enda lengi verið mál manna að þeir noti pokasjóðinn sinn í einhver prívat málefni sín. Þessar upphæðir renna STOÐUM undir þá kenningu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2008 kl. 11:18

12 identicon

Nei mér finnst ekkert gott við þennan hátt á mótmælum.Það að þurfa herða löggæslu er sorglegt og einungis til að skapa meiri ótta.Friðsöm mótmæli er eina leiðin eins og Ghandi gerði það.

Jóhann Kristján Valdórsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:12

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Verðum að "reyna" að sýna góða hegðun þegar við mótmælum, getur verið erftitt að sitja á sér stundum en það bara verður að ske

nákvæmlega tek heislhugar undir með ykkur

Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 12:44

14 Smámynd: Calvín

Góð færsla hjá þér Arnþrúður. Því miður er staðreyndin sú að stjórnvöld sjá ekki sannleikann, sem liggur fyrir fram þau. Í aðventunni er gott að minnast baráttu Jesús Krists við þáverandi valdhafa sbr. blogg mitt og myndband. Eðli mannsins breytist ekki. Látum hjartað ráða för  og kærleikann. Það er öllum hollt að rifja upp fagnaðarboðskapinn - ekki síst valdhöfum og auðmönnum.

Calvín, 9.12.2008 kl. 14:24

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er auðvitað fáránleg framkoma unga fólksins og verður þeim til ævarandi skammar.

Þeir sem styðja svona bull þurfa svo sannarlega að athuga sinn gang.

Skrílslæti hafa aldrei nokkurn tíma skilað árangri; hvergi á byggðu bóli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.12.2008 kl. 16:19

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta eru auðvitað sömu atvinnu mótmælendur og voru við Kárahnúka undanfarin ár og hlekkjuðu sig við vinnuvélar.

Í gamla daga mótmælti það hernum, en nú er hann farinn. Síðar mótmælti þetta fólk stóriðju og virkjunum, en nú er enga peninga að hafa að landi og enginn að byggja neitt, hvorki virkjanir né annað, þá mótmæla þau atvinnuleysinu, sem skapast af því að enginn er að byggja virkjanir og stóriðju á landinu!

Skilur einhver þetta fólk!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.12.2008 kl. 17:03

17 identicon

Ég er þér innilega sammála Heimir L. Fjeldsted.

Bögga (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:32

18 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Adda. Þessir krakkar og miklu fleiri eru að sjá fram á vonlausa peningalega baráttu næstu áratugi. Þeta minnir mig á misgengið og þegar ég fór á Sigtúnsfundinn, að mig 1983, til að mótmæla því að launavísitala var bönnuð á sama tíma og lánskjaravísitala æddi áfram í verðbólgu, sem fór upp í 130%. Við erum með um 20% verðbólgu núna en sem betur fer hefur enginn af þessum einstaklingum þurft að lifa við hitt sem okkar kynslóð kynntist.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 19:53

19 identicon

Hvenær kemur að því að fólkið mun rísa upp og ganga inní ráðuneytin,Þingið,Stjórnarráðið og Seðlabankann,og grýta út þessum miskunarlausu glæponum,þeir þurfa að fá að finna fyrir krumlum píndra þjóðfélagsþegnanna.Það er ekki langt í það og mun ég taka þátt í því,þó kallin ég  sé löngu komin af léttasta skeiðinu.Það er gaman að fylgjast með skrifum ýmsra sem hneyklast á mótmælum þessa unga fólks,ég þakka þessu hugaða unga fólki fyrir,að vekja mann upp.Arnþrúður ég er hundraðprósent sammála þér,og þökk fyrir að vekja athygli á því að þetta er kynslóðin sem leysir okkur af. Styð þaug heilshugar.  Að mínu mati virðist ofbeldi og fautaskapur vera lögreglunnar megin miðað við það sem að sást í fréttum Sjónvarpsins.

Númi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:17

20 identicon

Ég held að við verðum að treysta á að lögregluyfirvöld taki svikarana í gegn sem hreinsuðu sjóði eins og IceSave og slengdu skuldinni á þjóðina. Við getum þvi miður ekki hætt að versla við þá því þeir hafa komið sér þannig fyrir að við höfum ekkert aðgengi að þeim. Hinsvegar megum við ekki gefast upp og ég bendi á unga fólkið (unglingana) sem eru að mótmæla. Þau eru óreynd og fámenn og lögreglan tekur alltaf einhverja í hverjum mótmælum. Þetta unga fólk á örugglega eftir að hljóta dóma fyrir sín mótmæli, það mun ekkert vanta á það. Þótt svo að aðal krimmar landsins séu að sleppa. Litla Hraun er ekki nógu gott fyrir gervi elítuna....aðeins fyrir þá sem mótmæla sviksamlegu þjóðfélagi og yfirvöldum.Svona lítur þetta út og ég ætla að fara að mótmæla með unglingunum

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 01:01

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við þurfum að skoða í kjölinn fjárframlög fjárglæframanna til flokka, einkafyrirtækja og fleiri aðila sem þeir inntu af hendi til þess beinlínis að hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu.

Ég þykist þess fullviss Arnþrúður að þú viljir nota fyrirtæki þitt til að fletta ofan af slíkri mútustarfsemi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 24855

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband