Aðför að Reyni Trausta ritstjóra DV

Það er ömurlegt að vera fréttastjóri, ritstjóri og útvarpsstjóri og geta ekki treyst starfsmönnum sínum. Reynir Traustason ritstjóri DV fékk að finna fyrir því í Kastljósi RÚV í kvöld. Ljónagryfja RÚV var snögg að bregðast við og birti símasamtal sem var trúnaðarsamtal milli ritstjórans og starfsmanns. Hvaða rétt á blaðamaður á því að reyna að stjórna umfjöllun blaðsins.  

þess vegna höfum við ritstjóra. Til þess að taka ákvarðanir.  Að þessi drengur sem segist vera 24 ára og kallar sig blaðamann sem væntanlega hefur ekkert lært í þeim fræðum annað en að vera óheiðarlegur gagnvart sínum yfirmanni sem reynir að koma vitinu fyrir hann. Það eru mikil slagsmál á fjölmiðlamarkaði í dag þótt svo mannetamálráðherra virðist ekki skilja það. Við sem bæði eigum og rekum fjölmiðla verðum fyrir stöðugum hótunum og djöfulgangi frá allskonar pakki útí bæ sem reynir að þakka niður í okkur. Það hefur ekki gerst á Útvarpi Sögu því það á okkur enginn útí bæ....En, við verðum alltaf að meta hvað við setum í loftið. Skoða heimildir. Er einhver að fara inná Klepp af þvi við sögðum frá???? Og það er það erfiðasta við  rekstur fjölmiðla. Hvar liggja mörkin. Reynir Traustason lenti í sambærilegu máli þegar hann vildi geyma grein um Sigurjón í Landsbankanum. Blaðastrákurinn á að skammast sín eins og Kastljósið fyrir að birta ólölega trúnaðarsamtal á milli yfirmanns og starfsmanns sem gerist á öllum fjölmiðlum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþrúður Karlsdóttir

Hverju laug Reynir?

Arnþrúður Karlsdóttir, 16.12.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Á hollusta fjölmiðlafólks við yfirmenn sína að vega þyngra en siðareglur blaðamanna?

Theódór Norðkvist, 16.12.2008 kl. 02:20

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Er einhver að fara inná Klepp af þvi við sögðum frá????"

Má bara tala um fólk út í bæ, ekki fjölmiðlafólk?

Já það er rétt hjá þér, skammarlegt að vita til þess að verið sé að nota ólöglega upptöku. En sem betur fer er þetta trúlega eina dæmið í Íslandssögunni sem fjölmiðill gerir það  Ótrúlegt samt hvað blaðamenn bera oft fyrir sig trúnaði þegar þeir eru spurðir hvaðan upplýsingarnar komi.

Víðir Benediktsson, 16.12.2008 kl. 07:09

4 identicon

Má ekki reka þetta ofaní Reyni Traustason? Hann og hans blað stundar æsifréttablaðamennsku með stórar fyrirsagnir en ekkert innihald.

Mér finnst þetta stórfrétt að flett sé ofan af spillingunni hjá Baugsmiðlunum.

Gott hjá þér Jón Bjarki!!! 

Pusi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 07:23

5 identicon

Maður þarf ekki að lesa lengi hjá þér Arnþrúður til að vita með hverjum þú stendur. Svei mér ef þessi líkist ekki þínum vinum allavega vörumerkinu þeirra.

garún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:34

6 Smámynd: Skarfurinn

Skil ekkert í þér Arnþrúður að reyna að  verja Reyni ritstjóra sem er með allt niðrum sig og neitar að birta hver stöðvaði fréttina um Sigurjón Árnason  "Icesafe" þjóf sem almenningur þarf nú að blæða fyrir næstu 10-20 árin í það minnsta. 

Skarfurinn, 16.12.2008 kl. 09:08

7 identicon

Alveg ótrúlegt að verja þennan mann "Reyni" sem hefur komið með allskyns æsifréttir um hina og þessa eftir sínum behag.  Ef þessu hefði verið snúið við hefði hann verið fljótur að birta þetta sjálfur.

Blaðamaðurinn vildi verja sig gegn óréttlátum yfirmanni, fyrst segir hann í símtalinu að þessi "strákur" sé einn sinn besti blaðamaður, en lýgur svo framan í þjóðina og kallar hann nánast strákhvolp sem kunni ekkert í blaðamennsku, neitar að hafa frestað fréttinni og er nánast eins og versti "stjórnmálamaður-bankamaður" sjálfur.  

Oft erfitt að kasta steini úr glerhúsi.   

Ingvar (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já við skulum frekar tala um Sigurjón í fyrirsögnum og Reyni sem aukamálsgrein. Reynir gerði það sem varast vann og varð þó að koma yfir hann.

Grjóni þessi er hinsvega haukur í horni Landsbankans og grafast verður fyrir hversvegna hann sé friðaður. Eggin hans reyndust fúl og ekkert veiðir hann lengur.

Gísli Ingvarsson, 16.12.2008 kl. 10:11

9 identicon

Hvað með Kompás sem hlerar mann og annan þegar þeim hentar.  Er þetta ekki svipað mál.  Reynir gerðist aukinheldur lygari og gerði sitt til að sverta mannorð stráksa.  Traustið var horfið og Jón Bjarki átti ekki annan kost en gera það sem hann gerði.  Gott hjá honum.

Halli (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:24

10 identicon

Grétar Eir. það er varla orðunum á þig kastandi því þú ert einhver sá mesti lygamaur sem skrifar hér blogginu. Ég hef ekki hlotið neinn dóm fyrir að svína á starfsfólki. Það kom upp ágreiningur varðandi launamál Hildar Helgu Sigurðardóttur og það er ekkert athugavert að fara með slík mál fyrir dómstóla. Henni var gert að greiða Útvarpi Sögu leigubílareikninga fyrir hundruð þúsunda en það hefur ekkert verið talað um það. Þú þarft ekkert að vera með þessa öfund og dylgjur varðandi eignarhald mitt á Sögu. Það er alveg eðlilegt mál sem mest má vera. Sömuleiðis leyfist mér að taka upp hanskann fyrir Guðmund Jónsson því ég veit vel hverjir voru að verki til þess að knésetja hann en það er bara ekki talað um það. Guðmundur býr yfir miklum upplýsingum um fíkniefnasala hér á landi og það eru aðilar sem eru á hæstu hæðum í okkar þjóðfélagi.

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:54

11 identicon

Veistu það Arnþrúður ég hélt í alvörunni að það væri meira í þig varið. Hef heyrt hver styrkti þig og þú ættir að skammast þín. Það er ekki bara að þú sért að verja menn sem ata auri á aðra heldur stendur þú vörð um dæmda perra líka. Svei þér bara

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:11

12 identicon

Sæl Arnþrúður,

Mikið hafði ég gaman að því að hlusta á þig áður en að reynt var að koma böndum á eignarhald fjölmiðla. Eftir að það var hinsvegar gert hefur þú reynst vera einhver hlutdrægasta manneskjan í fjölmiðlum og í hvert sinn sem rödd þín heyrist á öldum ljósvakans fær maður það illilega á tilfinninguna að samvisku þína hafir þú selt þeim mönnum sem nú hafa knésett þjóðina.

Það er leitt að sjá hvernig fyrir þér er komið.

Axel (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:40

13 identicon

Arnþrúður.

Þú ert einfaldlega kominn á botninn niður til Reynis hvað trúverðuleka áhrærir með þessari rugl færslu þinni.

Auðvitað finnst þér eins og honum alveg sjálfsagt að fremja mannorðsmorð í beinni ef það hentar vondum hagsmunum ykkar, eigenda og vel borgandi viðskiptavina.  Gömul sorgarsaga - og ný. 

Hagsmunatengsla ykkar við Baugsnáhirðina og meinta glæpi þeirra er grímulaus og er örugglega öllum vel ljós. 

Þú eins og hann vitið manna best að engin af ykkar sauðahúsi bítur hendina sem fóðrar hann. - Punktur!

Svo fór fyrir "Blaðamanni Íslands No.1" eins og þú kallar hann.  Lóðbeint niður í skólpið og vonandi fara allir hinir af sömu tegundinni með.  Ábyrgð slíkra "blaðalygara" er mikið meiri örlagavaldur í hruni þjófélagsins en fólk gerir sér almennt grein fyrir, og krefst nákvæmrar rannsóknar yfirvalda og þá dómsmála ef lög hafa verið brotin? 

"Drengurinn sem kallar sig blaðamann" er örugglega meiri fagmaður en þú og Reynir og sonur til samans.  Hann segir sannleikann og virðir siðareglur blaðamanna.  Svo einfallt er það.

Gerir þú það?

 

joð (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:54

14 identicon

Varðandi vörn þína fyrir hönd Guðmundar í Byrginu og að hann viti um fíkniefnasala, er það þá ekki lögbrot ef að hann skýri ekki yfirvöldum frá vitneskju sinni?

Af hverju kemuru ekki þessum upplýsingum á framfæri í stað þess að dylgja um mál sem þetta, þas. ef þú veist hverjir eiga í hlut?  

Og ef ekki, hvers vegna verðuru þér þá ekki út um upplýsingarnar hjá vini þínum Guðmundi sem þú vilt reynast svo vel?

Er það ekki borgarleg skylda þín að gera eitthvað í jafn alvarlegum málum sem þessum?

joð (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:03

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Arnþrúður! ÞAð er fólk eins og þú sem sér til þess að sukkið viðgengst þ.e. fólk sem veit nóg til þess að láta það heyrast en þorir ekki, við erum búin að vera að tala um það skítasukk sem viðgengst í okkar þjóðfélagi undanfarið og þá ekki bara í pólitík heldur almennt og svo kemur fjölmiðill eins og þú og verð hvern skítahauginn af öðrum og þykist vita eitthvað sem gerði vini þína að "vondu körlunum" og þeir væru ekki eins vondir ef einginn hefði kjaftað frá.

Hvað svo sem segja má um það að birta einkasamtal svona eins og Jón Bjarki gerði þá má segja að hann þorði og vonandi fáum við meira svona, því að það er allt vaðandi í sukki og þið fjölmiðlungar eruð að öllu jöfnu þvílíkar djöfulsins gungur og "höfðingjasleikjur" að þið ættuð öll eins og alþingismennirnir að gera okkur hinum þann greiða að fara í ferðalag, langt ferðalag, mjög langt ferðalag og hafiði þetta stuttbuxnalið með ykkur, við getum svo hæglega verið án ykkar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.12.2008 kl. 13:26

16 identicon

Ég veit að það þykir augljóst hér að drengstaulin hafi verið með Pulitzer í vasanum. Óttalega er þetta naive, í fyrsta lagi var fréttin ómerkileg,

í öðru lagi er ég viss um að Reynir Traustason vissi vel að twittið var að taka hann upp. Fyrir menn sem taka upp símtöl hægri vinstri sjálfir þá hefur hann kannast við að upptaka væri í gangi.

Sá sem getur botnað þessa gestaþraut fær ókeypis pizzu

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:41

17 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Arnþrúður, þú ferð ekki með rétt mál. Ég minnist þess að hafa viljað fyrir nokkrum árum tala um viss mál á útvarpi Sögu, og þú varst ekki par hrifin af því. Þetta var um það leiti sem þú tókst yfir ÚtvarpSögu með fjárstuðningi ónefnds aðila. Af hverju kemur þú ekki heiðarlega fram við þína hlustendur og viðurkennir þá staðreynd að þú ert einnig undir hælnum á auðvaldinu. Það er enginn, nákvæmlega enginn, frjáls fjölmiðill í þessu landi í dag, amk sem ég veit um, því miður.

Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 16:46

18 identicon

Ekki man ég til þess að þú Arnþrúður og Reynir hafið vælt svona mikið þegar einkabréf Jónínu Ben voru birt.

Þá átti fólk svo mikinn "rétt" á "sannleikanum"

Hvað með milljónirnar sem Jóhannes bónus "lánaði" þér.

Höfðu þær engin áhrif á umfjöllun þína um baugsmálið?

Þú ert fyrirlitleg.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:26

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ja hérna... Álit fólks svona almennt á þér sem fjölmiðlamanneskju var nú ekki mikið fyrir ...ekki lagast það við þetta.

Breytir svo sem engu.. það er svo langt síðan þú skeist í skóinn

Heiða B. Heiðars, 16.12.2008 kl. 17:37

20 Smámynd: Ólafur Als

Hvaða heimildir hafa verið athugaðar, að þinni ósk, Arnþrúður, hvað allar þær kenningar varðar sem þú hefur sett fram að undanförnu um þátt stjórnmálamanna, embættismanna og annarra í því gjörningaveðri sem nú skekur efnahags landsmanna? Varlegt tal og yfirvegað er ekki einkenni þeirrar umræðu sem einkennir þína útvarpsstöð. Það er svo sem í lagi, ef menn gangast við orðum og verkum sínum en birta ekki jafn fráleit orð og þú hefur hér sett á "prent".

Ólafur Als, 16.12.2008 kl. 17:59

21 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Arnþrúður hvernig getur þú leyft þér að halda svona rugli fram eins og þú heldur fram um stelpurnar sem urðu fyrir nauðgun og kynferðislegri misnotkun af hálfu Guðmundar í Byrginu??
Ég þekki líka mjög vel til Guðmundar og þetta sem hann hefur verið að telja þér trú um er allt þvæla!
Ég hélt að kona eins og þú sem segist berjast fyrir réttlæti sæir þegar lygamörður og kynferðisafbrotamaður lýgur að þér til að reyna að bjarga eigin rassi en í staðinn fyrir að sjá það vegur þú miskunarlaust að stelpunum sem urðu fyrir stórskaða þegar hann misnotaði þær!!

Skammastu þín, hvernig heldur þú að þeim líði þegar þú ert að halda þessari þvælu fram manneskja!

Kreppa Alkadóttir., 16.12.2008 kl. 18:14

22 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er eins og svo margir aðrir löngu hætt að hlusta á þig Arnþrúður, það að þú skulir taka afstöðu með Byrgis-Guðmundi segir mikið um þig. Guðmundur gerði það lágkúrulegasta sem hægt er að gera en hann stal minningarsjóði frænda míns, þar að auki þekki ég sum fórnarlömb Guðmundar og hef sjálf séð hvaða hrikalegu afleiðingar þessar gjörðir hans hafa haft. Í ljósi þess ofan skrifaða kemur afstaða þín í þessu máli ekki á óvart, hún er í samræmi við annað hjá þér.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2008 kl. 18:40

23 identicon

Ég held að Húsvíkingar séu hættir að viðurkenna að þú sért þaðan. Held hreinlega að þú sért vond fóru grísirnir svona með þig. Segi eins og fleiri þú kannt ekki að skammast þín

Guðrún gg (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:41

24 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Aðför að Reyni Trausta ritstjóra DV"

Hvað heitir plánetan ykkar Reynis og Jóns Ásgeirs?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2008 kl. 19:54

25 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já er hún á spena Baugsfeðga líka.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.12.2008 kl. 20:49

26 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Arnþrúður og Saga hafa verið á spena Baugs um árabil eins og alþjóð veit. Saga hefur þá einu skoðun á málum sem þóknast Jóni Ásgeiri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2008 kl. 21:21

27 identicon

 Þetta snýst um vinnubrögð blaðamanns sem tekur upp á segulband trúnaðarsamtal við yfirmann sinn sem ber ábyrgð á efni DV. Þetta snýst um það að Ríkissjónvarpið Kastljós birtir upptökuna í sterkasta miðli landsmanna. Það er í alla staði ólöglegt að taka samtöl uppá segulband án samþykkis viðmælanda og birta það síðan í Kastljósi. Er það þetta sem koma skal í framtíðinni að menn geti hlaupið til RÚV með trúnaðarsamtöl og látið birta þau án samþykkis þess aðila sem hlut á að máli. Ég er hrædd um að það heyrðist eitthvað í ykkur ef við gerðum þetta á Sögu.Síðan er það ansi hart að ég megi ekki hafa aðrar skoðanir en þær sem matreiddar  eru hjá RÚV. Ef ég leyfi mér að taka upp hanskann fyrir einhverja þá skal endalaust sagt að ég hafi fengið eitthvað í staðinn. Þessu er svo sannarlega ekki þannig farið. Varðandi Baugsmennina þá sá ég strax á ákærunum að þetta mál var ekki með felldu. Í upphafi þess máls spurði ég þriggja spurning. Í fyrsta lagi hver eða hverjir létu af hendi kr. 7.000.000- til Jóns G Sullenberger, í öðru lagi hvað kostaði öll rannsóknin og málaferlin sem stóðu yfir í sex ár og í þriðja lagi hvert var verndarandlagið í málinu þ.e. hafði einhver orðið fyrir tjóni. Ég hef aldrei fengið fullnægjandi svör við þessum spurningum. Sex aðilar voru ákærðir í því máli og voru 4 alfarið sýknaðir en Jón Ásgeir Jóhanneson  fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir formlegt bókhaldsbrot sem ekki var framið í auðgunarskyni sem er afar sjalfgjæft að sakfella fyrir. Ég er nefnilega með eina óháða fjölmiðilinn á Íslandi í samkeppni við valdaöflin í landinu. Því spyr ég enn og aftur af hverju Kastljósið fjalli ekki um Iceshave reikningana og hvert þeir peningar fóru. Ætlaði ekki Björgólfur að láta RÚV hafa 300 milljónir. Fáir gera athugasemdir við Það. Það er ekki ástæða til að svara þessu frekar þar sem sumir þora ekki að skrifa undi réttu nafni.  Af hverju skyldi það nú vera annars?

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:45

28 Smámynd: Jóhann Frímann Traustason

Já þú verður að passa þig á þvi hvað þú seigir ,það er ótrulegt að hlusta á málflutning þinn .Ég er mjög hissa á hvers vegna þú varst að verja þennan Byrgis mann . þó það mál komi þessu máli ekki við .

Jóhann Frímann Traustason, 16.12.2008 kl. 21:47

29 identicon

Segi eins og allir aðrir annað hvort ertu að detta út úr veruleikanum eða þú kannt ekki að skammast þín

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:20

30 Smámynd: Heiða B. Heiðars

blablablabla Arnþrúður.

Það getur vel verið að það komi annað slagið fínar spurningar frá þér. Málið er bara að þú ert búin að bulla svo mikið í gegnum árin að það eru fáir að hlusta

Heiða B. Heiðars, 16.12.2008 kl. 22:39

31 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Arnþrúður Hvað gerði Reynir þegar hann gerði stúlku út sem starfsmann sem lítur trúnaði í starfi á öldrunarstofnun hann beitti sömu meðulum og voru beitt á hann nú ef maður vill láta koma vel fram við sig þá á maður að koma vel fram við aðra, við skulum hafa það í huga.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 22:49

32 identicon

Arnþrúður. 

Ég ætla að leyfa mér að vera á annari skoðun og þú og Reynir og þætti vænt um ef þú gætir svarað þessum spurningum.

1.  Heimildir takk um að það sé lögbrot að taka upp samtal án vitneskju annars aðilans, þas. ef hljóðupptakan er ekki gerð af símtali?

2.  Hvernig getur Reynir þá sannað að hann hafi ekki vitað af eða samþykkt upptökuna þar sem um tveggja manna tal var að ræða?

3.  Upptakan var ekki notuð fyrr en eftir að Reynir og sonarómyndin höfðu logið og reynt að mannorðsmyrða unga manninn, sem er klárt lögbrot ekki satt?

4.  Eru þá að sama skapi ólöglegar mynd og hljóðupptökur Kompásmanna, þegar þeir hafa náð að fletta ofanaf barnaníðingum, nauðgurum, handrukkurum os.frv. og þá að sama skapi jafn ómarktækar og óviðeigandi og þessi í tilfelli Reynis Traustasonar að þínu mati?

5.  Hefur þú einhverjar sannanir um þessar 7 miljónir sem Jón Gerald á að hafa fengið og og ef svo er gjörðu þá svo vel að leggja þær fram?  Hvað sem það á annars að getað sannað?

6.  Ef að um þjóðSögu er að ræða, getum við þá líka gengið að því sem sannleika allar meintu miljónirnar sem Jóhannes í Bónus á að hafa mokað í þig og Útvarp Sögu til að halda uppi óhróðri eins og gegn Davíð Oddssyni, Jóni Gerald, Jónínu Benediktsdóttur og alla þá sem einu nafni eru oft nefndir Baugsóvinir? 

7.  Hefur þú lesið td. dóminn um Fjárfar.ehf í Baugsmálinu og telur þú að dómurinn sé réttur og byggir á og sýnir að aðeins er um "eðlileg viðskipti" að ræða? http://baugsmalid.is/?k=fjarfar

8.  Telur þú að það sé eðlilegt að "saklausir" menn eyði 2 miljörðum í málsvarnir sem þeir eðlilega gátu ekki tapað af því að þeir brutu engin lög að þeirra sögn?

9.  Hefur þú þá reynslu af réttarkerfinu að saklausir menn eru dæmdir sekir, td. vegna fölsunar lögreglunar á sönnunargögnum, og þá er það eitthvað sem þú tókst þátt í eða varst vitni að meðan þú starfaðir hjá embættinu? 

( Á við eitthvert annað dæmi en Guðmund í Byrginu sem er saklaus að þínu mati, og þá væntalega af fjármálamisferlinu líka.)

 Fyrirfram þakkir.

joð (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:07

33 identicon

etta snýst um vinnubrögð blaðamanns sem tekur upp á segulband trúnaðarsamtal við yfirmann sinn sem ber ábyrgð á efni DV. Þetta snýst um það að Ríkissjónvarpið Kastljós birtir upptökuna í sterkasta miðli landsmanna." 

Þetta er ekki rétt Arnþrúður hjá  þér, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að Reynir  skyldi  leggjast svo lágt að fara ljúga upp á hinn unga blaðamann, sem hann klárlega gerði.    Þessi upptaka hefði örugglega aldrei verið birt ef ekki hefði komið til þessara lyga hans.

það...að leyfa sér vísvitandi að sverta mannorð  annars einstaklings í annarlegum tilgangi ætti að vera fyrir neðan virðingu nokkurs manns, en þegar ritstjóri á í hlut verður málið að öllu leyti miklu alvarlegra. Reynir sjálfur gerði birtingu á  þessari   svokallaðri  "ólöglegu" upptöku,  réttlætanlega sem þjónar hagsmunum almennings.

Mér finnst þessi skrif þín líka sína, að þú berð ekki mikla virðingu fyrir hinum almenna borgara. Með því að verja Reynir hefur þú misst trúverðugleika sem blaðamaður.

Mér þykir leitt að segja þetta, því ég haft trú á þér og hlustað mikið á Sögu.

Sér grefur gröf er grefur.

(IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:09

34 identicon

Það er gott að sjá að einhver hafi kjark til að taka upp hanskann fyrir Reynir Traustason sem hefur skúbbað alvöru fréttum oftar en nokkur annar. 

Ég ætla að gerast áskrifandi af Dv enda læt ég ekki móðursjúka bloggara með heykvísla á lofti segja mér hvað eigi að gera...

Helga Sveins (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:15

35 identicon

Kæra Arnþrúður. Þú ert án efa eitt allra ótrúlegasta BLAÐURHÆNSNI okkar tíma. Þú velur að verja allt það sen vont er. Heilagan Guðmund í Byrginu sem svívirtu og misnotaði skjólstæðinga sína og fékk greitt fyrir af ríkinu, Reyni Traustason sem leikið hefur sannleiksleitandi bjargvætt og sló sig til riddara um leið og hann reyndi að sverta lögreglu og tollgæslu með smygli á 1/2 grammi af amfetamíni. Þessi maður var flengdur í Kastkljósi í gær.  Og það sem best er að þú sýnir okkur hina gullnu reglu eins og Mel Brooks setti hana fram. ,, He who has the gold, makes the rules. Hver á gullið og hver er þinn hlutur ? ?

Ásgrimur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:20

36 identicon

það er auðvelt allt of auðvelt að ráðast á menn sem gætu gert eitthvað í málum hér ef þeir fengju vinnufrið til þess.

Það hefði mátt vera einhver annar en Reynir Traustason. Þetta er bara ungur strákur að reyna að slá sjálfan sig til riddara út á lélegt skúbb.

lélegt bara

sandkassi (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:59

37 identicon

tja Reynir er náttúrulega eins og hann er og hann gerði mistök að vera að þusa þetta. En mér finnst þetta samt ekkert kool hjá stráknum, ég myndi bera meiri virðingu fyrir honum ef hann hefði verið með einhverja heavy frétt.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Reynir Trausta gerir axarsköft, en ekki gleima því að hann hefur gert fullt af góðum hlutum og mun gera meira af þeim ef hann fær til þess frið.

En afhverju átti trúnaðarsamtal að notast sem kúgunartæki á ritstjóra blaðsins, ég bara get ekki náð því. Það er ástæða fyrir því að maður eins og RT er fenginn til að ákveða hvaða greinar eru keyrðar og hverjar ekki. Strákurinn þykist augsúnilega vita betur.

Ég tek nú ekkert mark á Agnesi Braga þegar hún segir að aldrei hafi nokkurn tíma farið nokkur skapaður hlutur í lýkingu við þetta á Morgunblaðinu. Hvaða hvítþvottur er þetta? Það er örstutt að fyrrverandi ritstjóri Moggans ældi trúnaðarsamtölum á netið í massavís um menn og málefni.

Það má vera að stráknum hafi fundist hann vera að vinna stórvirki með fréttinni og kannski í september 2008 hefði það gengið, en nú er desember og verið að saga stoðir undan íslensku hagkerfi eins og við þekkjum það.

Þá er frétt stráksins bara drasl og gerir ekkert annað en að mögulega setja blaðið í hættu. Ætlið þið að halda því fram að allir fjölmiðlar hér starfi svo hreint og faglega? Sorrí ég veit betur og bendi ykkur á að efast um hlutina yfirleitt eins og þeir eru settir fram í fjölmiðlum.

Sem dæmi þá tek ég ekki mark á mogganum lengur, ekki einu einasta orði. Hér er samkeppni killi fjölmiðla og tek ég undir orð Arnþrúðar að fólk horfi í það.

Persónulega kemur mér ekkert við hvað Reynir Traustason segir við sína undirmenn inn á sinni skrifstofu eða í símann. Sjálfur áskil ég mér leyfi til að segja hvað sem mér sýnist í minn eigin síma.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:26

38 identicon

Gunnar Waage. 

Var þá fyrrverandi bankastjóri á barmi taugaáfalls, einhver grátbað um vægð, stöðvun prentunar, hótanir að leggja DV í rúst og hræðsla Hreins Loftssonar og Reynis lygara Traustasonar líka partur af meintum riddaraslætti Jóns Bjarka?

Allt vegna þess að einhver vonlaus peningaóreiðumaður var að opna skrifstofu?  Akkúrat.  Mjög sennilegt.

Þar sem er reykur er bál.

Hverju skyldu þessir " stóru kallar " hafa verið svona mikið í mun að halda leyndu?  Einhverju sem lygarinn Reynir var tilbúinn að leggja lítin trúverðuleika sinn, sonarómyndarinnar, DV og eigendurna Hreins Loftssonar og Jóns Ásgeirs?  Eitthvað sem þeim tókst að fela í bili og þolir ekki dagsins ljós?  Risa skúbb?

Nei auðvitað er þetta allt saman ómerkilegt plott "ungs stráks sem er að reyna að slá sig til riddara."

En mikið djöfull var hann þá heppinn að allir þeir sem voru í netinu hans eru augljóslega ekki vel að guði gerði hvað gáfnarfar áhrærir.

Þetta er örugglega bara hálfleikurinn í þessu máli.

joð (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:30

39 identicon

Er allt að fara til andskotans, líka andskotinn sjálfur?

Jón B. Traustason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:32

40 identicon

ég held það sé verið að ráða allt´of mikið í þetta símtal. Ég virði samt ykkar skoðannir, en þetta er ekki eins stórt mál eins og sumir vilja vera að láta. Tiltölulega ómerkileg frétt, jæja er farinn að sofa adu

sandkassi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:34

41 identicon

Það er dapurlegt að menn þori ekki að skrifa undir réttu nafni. Hér að ofan skrifar einhver joð og leggur fyrir mig spurningalista í 9 liðum og krefst heimilda. Ég hef ekki lagt það í vana minn að svara nafnleysingjum og verð ekki vör við mikið um heimildir í hans færslu þar sem hann kemur fram með fullyrðingar um mig.Ég ætla hinsvegar að fara nokkrum orðum um þessar spurningar.

1. Þú spyrð um heimildir. Ákvæði í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins svo og 8.gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem varð hluti af landsrétti 1.janúar 1994.

2.Blaðamaðurinn umræddi og fjölmiðlar hafa viðurkennt að Reyni var ókunnugt um að samtalið væri tekið upp á segulbandstæki. Reynir þarf ekki að leggja fram frekari sönnunargögn.

3.Það er ekki lögbrot að ljúga nema fyrir rétti en það er sannarlega siðlaust. Þið nafnleysingjarnir ættuð að þekkja það. Ljúgandi í tíma og ótíma og þorið  ekki að standa fyrir máli ykkar.Munurinn á réttarreglu og siðareglu er sá að lögbrot sætir viðurlögum.

4.Það er ekki hlutverk fjölmiðla að búa til sakamál eins og Kompás gerði. Slíkt hlutverk er í höndum lögreglu og dómstóla.

5. Í viðtali við Mannlíf við Jónínu Benediktsdóttur kom skýrt fram að hún hafði safnað kr. 7 milljónum til handa Jóni G. Sullenberger svo hann gæti lagt fram kæru á hendur Baugsmönnum. Hún hefur hins vegar aldrei greint frá því hverjir greiddu þetta fé.

6. Baugsmenn hafa aldrei styrkt mig eða mína Stöð. Fyrirtæki á vegum Baugs vildi kaupa Útvarp Sögu á árinu 2004. Samningsferli hófst og greiddu þeir kr. 5 milljónir inná samninginn. En ekki var gengið frá endanlegum samningi og var ákveðið að kaupin færu ekki fram. Fjárhæðin sem þeir höfðu reitt fram var endurgreidd með vöxtum og voru Baugsmenn ekki ánægðir með þau málalok. Ég tek það skýrt fram að ég hef aldrei heitt Jón Asgeir Jóhannesson og þekki hann alls ekki.

7.Dómurinn komast að þeirri niðurstöðu að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða en ekki refsivert athæfi eða lögbrot.Þetta var samdóma álit í fjölskipuðum dómi í Héraðsdómi og Hæstarétti. Enginn ágreiningur eða sératkvæði þar.

8. Það er eðlilegt að Baugsmenn hafi viljað verja sig og fyrirtæki sín fyrir atgangi lögreglu og saksóknara. Þú ert sennilega á þeirri skoðun að menn verði að lúta forsjá og handleiðslu kerfisins og jafnvel bera sakir á sjálfa sig. Með þessu fordæmi Baugsmanna er verið að gefa saklausum sakborningum von um að það sé hægt að verja réttlætishagsmuni gagnvart kerfinu á Íslandi.

9.Því miður þá eru þess dæmi að valdamiklir aðilar innan stjórnkerfisins beiti lögreglu til þess að ná sér niðri á fjandmönnum sínum. Má þar nefna Baugsmálið og mál gegn Ástþóri Magnússyni þegar hann varaði við því að Íslendingar væru á lista yfir þjóðir sem studdu innrásina í Írak. Síðan "gleymdu" menn að rannsaka Olíusamráðsmálið.

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:54

42 identicon

væl er þetta hvað er í gangi.Hártogun fram og til baka. kaupum bara DV á morgun og höllum okkur afturá bak upp í sófa  og leitum að einhverj krassandi til að hneikslast á.Kannski verður teiknimynda syrpan gróf þá er að bölvast út í það.

Bögga (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 01:07

43 Smámynd: ThoR-E

Ég skal segja þér eitt um hann Guðmund við þinn, Arnþrúður.

Eitt sinn var hálf vangefin kona sem kom í byrgið til að leyta sér hjálpar. Síðan á þeim tíma sem hún dvaldi þar fékk hún arf, einhver fjölskyldumeðlimur látist. Þetta voru einhverjar milljónir.

Hann hirti það allt.

Og síðan notaði hann hana sem hliðarvörð í öllum veðrum. Semsagt lét hana standa úti og "passa hliðið" eða taka á móti fólki ... semsagt niðurlægði hana ótrúlega.

Og í millitíðinni nauðgaði hann stúlkum sem leytuðu hjálpar í Byrginu, brotnum sálum sem gátu ekkert farið annað.

Já, Arnþrúður, svona er hann Guðmundur vinur þinn.

Þvílíkur viðbjóður þessi maður, og að þú sért að verja hann hér ... ég á ekki orð.

ThoR-E, 17.12.2008 kl. 02:17

44 Smámynd: ThoR-E

En sambandi við Reyni Trausta ... að vissulega fór hann kolvitlaust að þessu.

En þessi blaðamaður sem um ræðir sem fólk er að taka í hálfgerða dýrðlingatölu ... að ég skil vel að sumar fréttir frá honum hafi verið stöðvaðar.

Það sem ég hef heyrt innan DV, er að vinir hans eru víst í þessum harða mótmælahópi (slagsmál við lögreglu ofl) (sem ég styð reyndar 100% ;) ) og þær fréttir sem hann skrifaði voru t.d "gott hjá þessum mótmælendum og helvítis löggan hvað eru þeir að spreyja á fólk þessir hálfvitar.

Eitthvað svona vildi hann að yrði birt í DV ... þannig að maður svosem skilur að einhverjar fréttir hafi verið "stöðvaðar".

En þrátt fyrir það ... Reynir breytti rangt og ætti að biðja blaðamanninn afsökunar. Ef hann vill ekki birta fréttir frá honum í blaðinu að þá á hann að segja honum upp, ekki rægja hann í öðrum fjölmiðlum ...

Nóg um það ... þetta er allavega mín skoðun ... 

ThoR-E, 17.12.2008 kl. 02:23

45 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Adda. Reynir er í tómu tjóni eftir þetta og ætti að skammast sín.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 06:54

46 identicon

Það er merkilegt að lesa commentin hjá þér, það er kannski gott að hafa svona persónu eins og þig til að fá útrás, venjulegast myndi ég segja ææ aumingja konan en veistu ég get ekki vorkennt þér því kona sem styður misnotkun og nauðganir. (má segja maðurinn er dæmdur) á ekki neitt skilið frá samfélaginu. Ég veit líka hvaða fólk er að hringja í þig á sögu, hef reyndar aldrei hlustað sjálf á þessa stöð en frétti af samsveitung þínum sem er líkt og þú ekki mikill pappír, En þannig fólk er nálægt þér

Lovísa (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 08:43

47 Smámynd: Sævar Finnbogason

Arnþrúður..... Þú afskrifaðir þig endanlega sem blaðamann með þessarri færslu.

Það er augljóst á þessum málflutningi þínum að þér finnst sjálfsagt að þagga niður fréttir. Það er það eina sem fólk þarf að vita um þig og þína ritstjórnarstefnu, Þú sem gefur þig út fyrir að reka einu almennilegu og heiðarlegu þjóðmálastöðina í landinu. 

Sævar Finnbogason, 17.12.2008 kl. 10:44

48 identicon

Þetta er döpur grein frá konu sem hefur eytt útvarpstíma sínum í að sleikja upp vel fjárráða einstaklinga með þá von um að komast betur að kjötkötlunum.

Þú ert stétt þinni til skammar og ekkert annað en siðlaus að birta svona.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:16

49 identicon

En fyrirgefðu Arnþrúður " hvað með þá sem lesa blaðið" skiptir traustið engu þar !! er ekkert sem þú sérð rangt þarna eða ertu bara vara blaðamenn við .......  eiga blaðamenn sem sagt ekki að leysa frá skjóðunni eins og Jón Bjarki !!!   já það er skrýtinn þessi heimur sem við lifum í og enn skrýtnara að þú skulir ekki sjá að maðurinn er ekki heill í stafi "langt frá því og mjög óábyrgur í tali, " en samt sérðu þig knúna til að tala um traust " hvoru meiginn á það að vera " á það að vera almenningur sem á að blekkja eða hvað ertu að tala um og útskýrðu traust starfsmanna gegn ritstjóra, !!!!   eða öfugt.

Ég hreint út sagt taldi þig hafa meiri siðgæðisvitund en raun ber vitni og hefði nú ekki einu sinni kommenterað á þessu ef þetta er þín skoðun því hún lýsir því fyrir mér hvernig þú hugsar ;)  ekki gleyma því. Ég fagnaði þessari frétt því um soillingu eða lygar voru málið og þú vilt að það hefði verið þaggað vegna þess að trúnaðar samtal var í gangi.  

Gunnar Björn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:19

50 identicon

Hann á þetta skilið manngreyið.  Hann er hér að fá það sem hann hefur látið frá sér fara og ég ætla rétt að vona að þessi skeinipappír hætti nú í prenti í kjölfar þessa.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:40

51 identicon

Blessuð Arnþrúður.     Ansi er ég hrædd um að þú vaðir í villu.    Ég er ekki búin að gleyma ómaklegri aðför Reynis og hans hyskis að hjúkrunarheimilinu Grund, ekki alls fyrir löngu, og hirði ég ekki um að tíunda það hér, það var afar óþverralegt mál allt saman.

Ég sá í gærkvöldi á "stöð tvö "smá myndskeið , þar sem umræddur Reynir kom ríðandi á hesti á Austurvöll, af þeim félögum tveim þótti mér hesturinn trúverðugri (og tilkomumeiri) og myndi treysta honum betur.  kv. Björk.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:01

52 identicon

Ég held ég dragi fyrri ummæli mín til baka, þe þegar ég kalla þetta blað ef svo mætti kalla skeinipappír, ég myndi ekki einu sinni skeina mig með því þótt ég hefði ekkert annað en hendina á mér.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:11

Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 24830

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband