Er verið að blekkja okkur?

Nú hefur ríkisstjórnin kynnt fyrir landsmönnum aðgerðir sínar vegna efnahagsástandsins  og okkur sagt að heimilin séu í forgangi. Allir eiga að vera rólegir núna. Við eigum líka að vera róleg yfir því að ríkisstjórnin ætli að skuldsetja landsmenn um aldur og ævi. Icesave málið verði að leysa á pólitískum nótum og það þýðir í  raun að við göngum að skilyrðum  Breta,Hollendinga og annarra sem telja sig  eiga kröfur á þjóðina.Þvílík og önnur eins fljótfærni og vitleysa sem þarna er á ferðinni. Það sem gleymist í þessu er að þetta er ekki milliríkjadeila eins og haldið er fram. Þetta mál á að leysa lögfræðilega með hliðsjón af alþjóðlegum einkamálarétti. Icesave félagið er einkahlutafélag sem á í viðskiptum við einstaklinga og félög sem taka áhættu á því sjálfir að eiga í viðskiptum við Icesave. Íslenskum almenningi kemur þetta ekkert við og ber enga fjárhagslega ábyrgð á því hvað einkahlutafélög gera í viðskiptum sínum.  Það er til sérstakur tryggingasjóður sem á að fyrirbyggja að viðskiptamenn tapi inneignum sínum. Málið snýst um þetta og á að leysa fyrir dómstólum eins og önnur ágreiningsmál. Stjórnvöld halda því fram að það sé jafnvel svo mikið til inná reikningum Icesave að við þurfum ekki að hafa áhyggjur. Því liggur það ekki fyrir núna hversu miklar eignir eru til hjá Icesave. Áður en þjóðin er skuldsett um aldur og ævi. Því miður er verið að blekkja okkur eins og svo fjölmarga viðskiptamenn Icesave því peningar sem komu inná Icesave voru greinilega jafnharðann teknir út hvert svo sem þeir fóru.  Ríkisstjórnin lætur þetta yfir okkur öll ganga og hamrar statt og stöðugt á því að þetta sé pólitískt mál. Kannski eðlilega því í Evrópu eru óskýr mörk á milli stjórnmála og viðskipta.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband