Davíð fékk viðvörun frá erlendum lögregluyfirvöldum

Nú liggur ljóst fyrir af hverju Davíð Oddsson segist vita hversvegna Landsbankinn hafi verið settur inná hryðjuverkalista í Bretlandi.Hann bar fyrir sig bankaleynd þegar hann var tekinn á teppið hjá viðskiptanefnd Alþingis. Nú hefur hinsvegar lekið út hvað gerðist. Alþjóðalögreglan semfylgist m.a.með í gegnum gervihnetti til þess að upplýsa margvíslega glæpastarfsemi s.s. fíkniefnasölu,peningaþvætti, hryðjuverkastarfsemi og fjármagnsflutninga. Þegar bankahrunið var að dynja yfir Ísland munu allar viðvörunarbjöllur hafa hringt hjá alþjóðalögreglunni vegna gríðarlegra fjármagnsflutninga frá Icesave reikningunum íslensku í Lundúnum.

Viðvörunarkerfið var að springa. Þetta var umsvifalaust tilkynnt til Seðlabanka Íslands og Bretlands.Bretarnir  brugðust við á stundinni og settu Landsbanka Íslands á lista yfir hryðjuverkamenn. Enda er það athyglisvert að Landsbankinn er ennþá á listanum þótt svo að það eigi að heita að við séum búin að semja við Breta útaf Icesave. Því er þetta ekki rannsakað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri var fljótur að redda sér með sölu á bréfum sínum í Landsbankanum.

Númi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:06

2 identicon

Athyglisvert , en vantar allt kjöt á beinin - hvað meinarðu nákvæmlega ?

steini (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Adda. Hverjir rannsaka? Ætli þetta sé ekki í höndum fjármálaráðherra og hann lætur Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra sinn í málið, þann hinn sama og seldi hlut sinn í Landsbanakanum um leið og hann vissi allt um IceSave. Svo eru allir stjórnendurnir í gamla bankakerfinu enn við völd og munda pappírstætarana í gríð og erg. Birna vissi ekki af því að hún hefði ekki borgað hlutabréfin í bankanum sem hún stjórnar núna. Hún gleymdi að kíkja á einkabankann sinn og tók ekki eftir því að tugir millljóna voru aldrei teknir út. - Svo erum við að tala um endurreisn. - Endurreisn hverra? - Þeirra sem eru búnir að maka krókinn og koma okkur almenningnum í landinu í kalda kol.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Arnþrúður Karlsdóttir

Steini. Það var auðvitað hreinsað út úr IceSave þegar fyrirsjáanlegt var að allt gamanið var búið. En eftir stendur, hvert fóru peningarnir og það var það sem alþjóðalögreglan fékk viðvörun um í gegnum snilldarlega tækni og tilkynntu Seðlabankastjóra um málið á stundinni. Hann hinsvegar ákvað að þegja þunnu hljóði svo sérkennilegt sem það nú er. Við Íslendingar sofum á verðinum núna því enn geta menn komið sönunargögnum undan. Því miður.

Ps. Ég held að ég fari og mótmæli með unglingunum

Arnþrúður Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svei mér þá, ef ég væri ekki norður í landi myndi ég fara með krökkunum og standa í vegi fyrir að þessir "ráðamenn" kæmust leiðar sinnar. Það var ekki meir en það sem þau gerðu og var kallað illum nöfnum eins og ryskingar við ráðherrabústaðinn og ofbeldi.

Haraldur Bjarnason, 10.12.2008 kl. 01:28

6 identicon

Fyrirgefið fávisku mína en hvar kemur þessi fullyrðing fram um að Davíð hafi fengið viðvörun frá Alþjóðalögreglunni.  Er þetta opinber útskýring eða vangaveltur?  Persónulega finnst mér þurfa að fylgja svona fullyrðingum einhverskonar rökstuðningur í einhverskonar formi.  Röksemdarlegur málflutningur hefur að mínu viti ofar almennum vangaveltum.  Ekki misskilja mig sem svo að ég sé að halda hlífðarskyldi yfir bankaleynd seðlabankastjóra, síður en svo, en skoðun mín verður að vera byggð á málefnanlegum grundvelli.

ingolfurj (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:23

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með Ingólf, þetta þarf að vera sannanleg fullyrðing, enda alvarleg ásökun að hylma yfir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.12.2008 kl. 09:32

8 Smámynd: Liberal

Arnþrúður, þú getur kannski fært sannanir fyrir þessu "skúbbi" þínu, eða ætlarðu að láta þér nægja að slá þessu fram og svo ekki söguna meir?  Mér fannst mjög gaman að lesa hina myndrænu lýsingu þína á því að "viðvörunarkerfið var að springa...."

Nú er þér í lófa lagið hrekja þá bjargföstu skoðun þjóðarinnar að þú sért ekki vandaðasti fjölmiðlungur landsins með því að vitna í áreiðanlegar heimildir eða koma með óhrekjanlegar sannanir um þessi ætluðu samskipti Interpol og Seðlabankans.  Eða getur verið að þú sért að skálda þetta frá upphafi til enda eins og sumir segja að þú sért gjörn á að gera?

Liberal, 10.12.2008 kl. 09:35

9 identicon

Bendi fólki á að hér:

http://www.interpol.int/public/mail/mail3.asp?id=acpt

er hægt að senda ábendingar á interpol um spillingu.

Hvet alla til að senda ábendingar um bankakerfið og hvernig er komið fyrir þjóðinni.

einar27 (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Loksins er tjodin ad vakna upp vid vondan draum og sja spillinguna a landinu!

Ekki ad furda ad folkid motmaeli hastofum en tad er bara ekki nog...Ef til vill tarf blod ad renna til ad rikisstjornin ,,hunskist" fra voldum og vid faum Interpol-logregluna til ad rannsaka bankasvindlid sem er afar augljost!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.12.2008 kl. 11:14

11 identicon

Ætli Alþjóðalögreglan myndi ekki hafa samband við Ríkislögreglustjóra hér á landi frekar en einhvern seðlabankastjóra...

karl (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:35

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður vonar bara ekki að þú hafir starfað á þennan hátt í löggunni!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 12:40

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar Gordon Brown talaði á sínum tíma um að verði væri að rannsaka hvort Landsbankinn hefði verið að flyta fjármuni frá Bretaldi til Íslands gaf Landsbankinn út yrirlýsingu, sem engin hefur enn mótmælt þó allar færslur hafi verið skoðaðar. Sú yfirlýsing var á þá leið að þeir hafi ekki verið að flytja peninga frá Bretlandi til Íslands heldur öfugt til að standa skil á úttektum út af Icesave reikningum. Þessi fullyrðing um ástæðu hryðjuverkalaganna stenst því ekki.

Þetta stríð Breta við okkur Íslendinga er einfaldlega af ástæðu, sem algeng er meðal óvinsælla stjórnmálamanna. Höfum í huga að þegar þetta gerðist var Gordon Brown með aðeins 30% stuðning samkvæmt skoðanakönnunum. Við aðstæður sem slíkar fara menn oft í stríð til að þjappa þjóðinni á bak við sig. Þá er farið í stríð við aðila, sem menn telja sig geta ráðið við og oft á tíðum út frá upplognum forsendum. Þannig var í þessu tilfelli. Gordom Brown virðist hafa haft árangur, sem erfiði því vinsældir hans eru að aukast í Bretlandi.

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2008 kl. 12:42

14 identicon

Tek undir með Ingólfi, Þorsteini, Karli og Vilhjálmi.  Svona getur enginn fjölmiðlamaður látið frá sér fara, nema með fylgi pottþéttar sannanir.  Viljir þú, Arnþrúður, láta taka þig alvarlega verður þú að leggja spilin á borðið.  Ekki vex álit fólks á Útvarpi Sögu ef ekki kemur fram almennilegur rökstuðningur.  Við bíðum spennt eftir nýrri færslu frá þér hér á blogginu þínu.

Axel Axelsson

Axel Axelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:24

15 identicon

Það er ansi hart að fréttamenn geti ekki komið fram með fréttir án þess að á þá sé persónulega ráðist.  Hvar hafið þið heyrt eða séð að fréttamenn ríkisútvarpsins séu krafnir um heimildir eða þeir skitnir út persónulega fyrir það eitt að segja óþægilegar fréttir? Getur einhver sagt mér það?

Við hér á Útvarpi Sögu höfum heilu dagana og vikurnar leitað eftir skýringum frá yfirvöldum vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið svör hér innanlands og það er bara mjög alvarlegt mál að þessi þöggun sé í gangi.  Það verður sennilega eins með þetta mál og REY málið í fyrra. Útvarp Saga var búin að segja frá REY málinu í marga daga áður en aðrir fjölmiðlar kveiktu á perunni. Við skulum þá bara bíða  og sjá hvort RÚV komi ekki með þetta eftir einhverjar vikur og þá verða allir ánægðir.

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:13

16 Smámynd: Diesel

Skemmtilegt skúbb. En, mig er búið að gruna þetta allan tíman. Ég hef jafnvel rætt þetta við vinnufélaga mína og þeir hafa verið á sama máli, þetta er líklegasta útskýringin, því þessi "hryðjuverka"lög (sem heita bara hryðjuverka í fyrsta lið nafnsins) eru til þess gerð að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti látið til skarar skríða, en einnig til þess að koma í veg fyrir peningaflótta eins og þann sem sennilegast átti sér stað á IceSave....

Diesel, 10.12.2008 kl. 14:31

17 identicon

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg samsæriskenning. Semsagt bankarnir í London er þannig útbúnir tæknilega, að þegar mikið útstreymi verður á peningum á milli landa þá sendir tölvukerfi viðkomandi banka frá sér merki sem gervihnöttur móttekur. Interpol er síðan með gervihnattadisk upp þaki á aðalskrifstofunum hjá sér og móttekur þessi merki, við það fara ljós að blikka á stjórnborði hjá þeim. Tæknimaður hjá þeim les úr merkjunum og hringir í beina símann hjá Davíð og varar hann við. Alveg magnað kerfi.

JonJ (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:51

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Útvarp Gróusaga. Ég gat mér þess til að Ingibjörg Sólrún beri ábyrgð á terroristastimplinum. En ég seldi það kannski dýrara en ég keypti það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 14:58

19 identicon

Arnþrúður spyr hvort fréttamenn ríkisútvarpsins séu krafnir um heimildir fyrir fréttum sínum.  Það er vinnuregla hjá alvöru fréttamiðlum að birta engar fréttir nema að fyrir þeim séu traustar heimildir.  Arnþrúður, þú segir sjálf í upphafsblogginu að það hafi lekið út hvað hafi gerst, en þú hafir hvergi getað fengið þetta staðfest unanfarnar vikur, þrátt fyrir mikla fyrirhöfn.  Hvað hafa margar gróusögur gengið síðustu vikur um allt mögulegt, án þess að fjölmiðlar hafi hlaupið til og japlað á þeim?  Heiður Útvarps sögu er í veði, það er ekki hægt að koma með svona "skúbb" nema standa klár á heimildunum.  Við bíðum enn eftir frekari upplýsingum.

Axel Axelsson

Axel Axelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:40

20 identicon

Axel. Ég tók það skýrt fram að það hefur ekki verið hægt að fá staðfestingar hér innanlands og þessvegna höfum við leitað erlendis eftir skýringum og þær duga. Bíddu bara í nokkrar vikur, þá kemur sennilega RÚV með málið. Þá hlýtur þú að verða sáttur við menn og dýr.

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:51

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Krónan er orðin einhvers konar neðanmálsgrein hjá Seðlabanka Evrópu en þó eru þeir með hana á 290 gegn evru, pro forma að því er virðist.

http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 17:58

22 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Arnþrúður, var það þetta sem þú varst að hugsa um morguninn sem þú varst alltaf að hringja í Seðlabankann en hvorki Davíð né nokkur vildi tala við þig?

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 10.12.2008 kl. 21:42

23 identicon

Ég trúi því ekki að þjóðin fari að kjósa yfir sig vinstri græna

Þetta er flokkur sem gervi öryrkjar fylgja og lið sem nennir ekki að vinna,það eiga allir aðrir að sjá fyrir þessu liði svo það geti hangið heima með bjór,sígó og  pillur frá góða lækninum

Þá er ég og mínir farnir frá skerinu þetta lið getur unnið fyrir sínu sukki og gerviveikindum sjálft

olla (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:17

24 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að Arnþrúður sé absalútt á réttu slóðinni hérna.

Þetta er helv. afdráttarlaust upphafsinnlegg hjá henni og hún er líka grunsamlega róleg yfir þessum venjulegu innihaldslausu ad hominem væluinnleggjum. Þið skuluð ekki vanmeta hana. 

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 22:29

25 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Já ég held að þetta sé rétt hjá þér Arnþrúður en það sem vantar er að það hafi verið hringt frá Íslandi til Bretlands og þeir beðnir að stöðva þessa flutninga og það samtal veit Davíð um og sennilega hefur Geir beðið um þessa gjörð og getur þar af leiðandi ekki hreift við Davíð og sennilega hefur hann hringt úr Seðlabankanum og davíð hefur skipað honum að gera það strax.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 23:02

26 identicon

Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Ísland lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða  "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.

Atburðarrásin:
6 okt.
Til að stöðva þjófanna frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn 6 okt.
Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

7 okt.
Davíð Oddsson kemur í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Í þessu viðtali fremur hann einnig lögbrot samkvæmt  91. grein almennra hegningarlaga um þagnarskyldu.

Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.

Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíð Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína eru rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.


NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.

Þessi aðgerð var gerð í kyrrþey samkvæmt þeim heimildum sem ég hef frá Finnlandi,

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení ásamt seðlabankastjóra Finnlands heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Það er mjög líklegt að aðgerðir til að stöðva glæpastarfsemi Íslendinga hafi verið á dagskrá fundarins.

RagnarA (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:20

27 identicon

Ragnar. Til hamingju. Þú ert á réttu spori..Þetta er málið.

Arnþrúður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:33

28 Smámynd: Diesel

Það verður gaman að sjá hvað Davíðsdýrkendur og líka þeir sem hafa hallmælt þessari frétt gera ef að þetta er svo satt eftir allt saman.

Ég held að RagnarA sé að leysa málið á eigin spýtur, því flestir fjölmiðlar þessa lands vilja ekki snerta á þessu máli....

Diesel, 11.12.2008 kl. 02:55

29 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ja flest er gert til tess ad uthropa Utvarp Sogu, eina frjalsa fjolmidilinn sem er versti andstaedingur rikisstjornarinnar og ekkert kostar ad hlusta a...

Nuna dvel eg i Thailandi og hlusta a utvarpsstodina i gegnum netid. Er i tessum toludu ordum ad hlusta a innhringjenda-tima, tar sem Arntrudur talar vid alla landsmenn...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.12.2008 kl. 11:30

30 identicon

Þetta er órökstudd kenning.  Hins vegar er staðan því miður sú að sannleikurinn er orðinn ótrúlegri en lygin. Förum varlega, dæmum ekki fyrirfram en krefjum ráðamenn svara. Sjálfur sætti ég mig ekki við annað er erlenda rannskónarmenn. Smæð þjóðarinnar og ýmis venzl og tengsl valda því að oftast er hægt að finna einhverja þræði millum manna.

HAraldur G. Blöndal 

Haraldur G. Blöndal (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:27

31 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Maður heyrir að eitthvað botnskrap hjá íhaldinu vilji eyða fjármunum skattgreiðenda í málaferli gegn breskum stjórnvöldum, hahahaha. Þetta lið er alltaf eins og múkkar í mannaskít þegar almannafé er annars vegar og verður bara enn ósvífnara þegar bæði ríkissjóður og það sjálft og þess aftaníossar er rúllað á hausinn.

Baldur Fjölnisson, 17.12.2008 kl. 12:10

Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband