Færsluflokkur: Bloggar

Aðför að Reyni Trausta ritstjóra DV

Það er ömurlegt að vera fréttastjóri, ritstjóri og útvarpsstjóri og geta ekki treyst starfsmönnum sínum. Reynir Traustason ritstjóri DV fékk að finna fyrir því í Kastljósi RÚV í kvöld. Ljónagryfja RÚV var snögg að bregðast við og birti símasamtal sem var trúnaðarsamtal milli ritstjórans og starfsmanns. Hvaða rétt á blaðamaður á því að reyna að stjórna umfjöllun blaðsins.  

þess vegna höfum við ritstjóra. Til þess að taka ákvarðanir.  Að þessi drengur sem segist vera 24 ára og kallar sig blaðamann sem væntanlega hefur ekkert lært í þeim fræðum annað en að vera óheiðarlegur gagnvart sínum yfirmanni sem reynir að koma vitinu fyrir hann. Það eru mikil slagsmál á fjölmiðlamarkaði í dag þótt svo mannetamálráðherra virðist ekki skilja það. Við sem bæði eigum og rekum fjölmiðla verðum fyrir stöðugum hótunum og djöfulgangi frá allskonar pakki útí bæ sem reynir að þakka niður í okkur. Það hefur ekki gerst á Útvarpi Sögu því það á okkur enginn útí bæ....En, við verðum alltaf að meta hvað við setum í loftið. Skoða heimildir. Er einhver að fara inná Klepp af þvi við sögðum frá???? Og það er það erfiðasta við  rekstur fjölmiðla. Hvar liggja mörkin. Reynir Traustason lenti í sambærilegu máli þegar hann vildi geyma grein um Sigurjón í Landsbankanum. Blaðastrákurinn á að skammast sín eins og Kastljósið fyrir að birta ólölega trúnaðarsamtal á milli yfirmanns og starfsmanns sem gerist á öllum fjölmiðlum.


Þöggun Ríkisútvarpsins

Því í óskupunum fáum við ekki að heyra um Iceshave reikningana í Ríkisútvarpinu. Útvarpi allra landsmanna með öryggishlutverkið fræga. Því er öll þessi þöggun hjá RÚV? Getum við fengið upplýsingar hvert peningarnir voru sendir? Björgólfur lofaði að "gefa" RÚV 300 milljónir....

Davíð fékk viðvörun frá erlendum lögregluyfirvöldum

Nú liggur ljóst fyrir af hverju Davíð Oddsson segist vita hversvegna Landsbankinn hafi verið settur inná hryðjuverkalista í Bretlandi.Hann bar fyrir sig bankaleynd þegar hann var tekinn á teppið hjá viðskiptanefnd Alþingis. Nú hefur hinsvegar lekið út hvað gerðist. Alþjóðalögreglan semfylgist m.a.með í gegnum gervihnetti til þess að upplýsa margvíslega glæpastarfsemi s.s. fíkniefnasölu,peningaþvætti, hryðjuverkastarfsemi og fjármagnsflutninga. Þegar bankahrunið var að dynja yfir Ísland munu allar viðvörunarbjöllur hafa hringt hjá alþjóðalögreglunni vegna gríðarlegra fjármagnsflutninga frá Icesave reikningunum íslensku í Lundúnum.

Viðvörunarkerfið var að springa. Þetta var umsvifalaust tilkynnt til Seðlabanka Íslands og Bretlands.Bretarnir  brugðust við á stundinni og settu Landsbanka Íslands á lista yfir hryðjuverkamenn. Enda er það athyglisvert að Landsbankinn er ennþá á listanum þótt svo að það eigi að heita að við séum búin að semja við Breta útaf Icesave. Því er þetta ekki rannsakað?


Hvað hefur Útvarp Saga gert Kristni H.Gunnarssyni?

Furðufuglinn Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður varaði þingheim og þar með þjóðina alla á fjölmiðlinum Útvarpi Sögu úr pontu Alþingis í dag.Umræður munu hafa sprottið útaf frumvarpi um RÚV og hafði Kristinn dásamað RÚV og Mbl. Annað var uppá teningnum þegar hann talaði um að Útvarp Saga væri "einhvernskonar fjölmiðill sem bæri að varast"Hvað gengur alþingismanninum til spyr ég? Þetta sagði hann án rökstuðnings og krefst ég þess að hann útskýri hvað hann eiginlega á við með slíkri yfirlýsingu á hinu "háa" Alþingi þar sem ég hef enga möguleika á að svara fyrir stöðina þar.

 Kannski er Kristinn H. á móti því að það sé til vinsæll fjölmiðill eins og Útvarp Saga sem hiklaust flettir ofan af málum. Kristinn H. vill kannski hafa RÚV eitt á markaði sem þegir yfir svindli og svikum yfirvalda eins og gert var þarna um árið þegar kvótinn var gefinn? Ég hélt að Kristinn H. væri á móti núverandi svindli í kvótakerfinu? En sennilega var hann ekkert að meina slíkt tal þegar hann leitaði eftir stuðningi kjósenda í hinum dreifðu byggðum sem lengst af hafa lifað á sjávarútvegi.

Hann greinilega vill þöggun og nú reyndar rennur upp fyrir mér afhverju Alþýðubandalagið losaði sig við hann. Sömuleiðis Framsóknarflokkurinn sem varð að halda leynilega þingflokksfundi útí bæ þar sem honum var ekki treystandi fyrir málefnum sem rædd voru. Hann hafi kjaftað öllu beint í fjölmiðla sögðu menn á þeim bænum. Það er reyndar líka komin skýring á því afhverju Frjálslyndi flokkurinn er nú í óða önn að reyna að koma honum út. Eftir næstu kosningar verður Kristinn H. örugglega atvinnulaus. Hann getur þó reynt fyrir sér að fara í framboð með Ástþóri Magnússyni. Þar væru tveir góðir saman.


Út, Út, drullið ykkur út"

Það er ekki skrýtið að unga fólkið rísi upp og geri vart við sig í Alþingishúsinu. Þetta unga fólk hefur verið skuldsett næstu áratugina vegna kæruleysis og hroka yfirvalda. Þau vilja alþingismenn út úr húsi þjóðarinnar. Það þarf að kjósa uppá nýtt. Það fólk sem nú situr í ríkisstjórn og þjáist af kjarkleysi á að sjá sóma sinn í því að fara frá og óska eftir nýju umboði fólksins í landinu aftur. Þá fyrst kemur í ljós hverjum er treyst. Þeir sem gengu ekki gætilega inn um gleðinna dyr eiga ekki að stjórna þjóðfélaginu núna. Hversu mörg börn og ungmenni þurfa að hlusta á það heima hjá sér að pabbi og mamma séu gjaldþrota? Stjórnvöld hafa skapað þennan vanda og valdið heimilunum í landinu óbætanlegu tjóni. Komandi kynslóð segir hingað og ekki lengra. Kynslóð sem fer inní Alþingishúsið og segir "Út, Út, drullið ykkur Út"

Rás 2 25 ára

Ég get ekki orða bundist. Rás 2 er  orðin 25 ára. Ég segi elsku litla barnið mitt. Ég var eina konan sem kom að því að byggja upp RÁS 2 og það var stórskotleglegur tími.Síðan gerist ég fréttastjóri Bylgjunnar,þegar allir voru tilbúnir að rakka Bylgjuna niður. Útvarp Saga er þriðja barnið mitt í fjölmiðlaheiminum en enginn vill viðurkenna það því ég er ekki ríkisvæn.

Fjármálaeftirlitið í Hollandi samþykkti IceSave reikningana!

Það er athyglisvert viðtal í helgarblaði Viðskiptablaðsins við Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóra Landsbankans þegar hann var spurður um IceSave reikningana í Hollandi sem stofnsettir voru í maí s.l. Hann segir að íslenska Fjármálaéftirlitið hafi ekki gert kröfu um dótturfélag í upphafi en síðar hafi komið fram ósk um það.

Halldór segir orðrétt" Það er fyrst og fremst viðtökuríkið sem þarf að samþykkja innlánastarfsemina og þess vegna tilkynntum við Hollendingum að við ætluðum að hefja töku innlána og í framhaldi af því voru gerðir samningar um tilhögun trygginga og það var hollenska fjármálaeftirlitið sem samþykkti það"

 Þetta varpar fram þeirri spurningu hvort Hollendingar beri ekki jafn mikla ábyrgð á þessum innlánsreikningum ef ekki meiri. Þessir samningar hljóta að ligga fyrir í Landsbankanum sem sýna það og sanna að hollenska fjármálaeftirlitið gaf leyfið og ber því höfuðábyrgð á eftirlitinu. Það lítur út fyrir að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft í huga að þetta væri mál væri ekki milliríkjamál heldur mál fyrirtækis á evrópska efnahagssvæðinu þ.e. Landsbanki Íslands sem fékk heimild hjá hollenska fjármálaeftirlitinu til að starfrækja lánastarfsemi í Hollandi. Ef hollenskir sparifjáreigendur eru ósáttir við framgöngu Landsbankans og leyfisveitingu hollenska fjármálaeftirlitsins þá eiga þeir aðilar að höfða mál á hendur Landsbankanum og hollenska fjármálaeftirlitinu. Alþingi Íslendinga þarf að athuga þennan þátt málsins áður en samþykkt verður að gefa út óútfylltan víxil vegna IceSave reikninganna í Hollandi á kostnað íslensku þjóðarinnar.


Siðlaus sjálfsafneitun rikisstjórnarinnar

Það eru margir undrandi á ríkjunum 27 innan ESB sem mæltu gegn því að IMF sjóðurinn veitti þjóðinni lán. Jafnvel Norðurlandaþjóðir voru þar á meðal og líta sumir á það sem svik við frændþjóðina Ísland. Þetta eru skilaboð til ráðamanna um að það verði ekki lánað til Íslands á meðan núverandi ríkisstjórn situr sem fastast og sömuleiðis yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Erlend ríki gera sér auðvitað grein fyrir því að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa komið okkur í þessi vandræði. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar og efnahagssérfræðingar gera nú grín að íslenskum ráðamönnum sem eru orðnir aðhlátursefni jafnt hér heima og erlendis. Öll þau sem komu okkur í þennan vanda vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd að þau verða að fara frá.En þau þora ekki frá því það er ekki víst að þau verði kosin aftur.  Þetta er eins og sagan af gjaldkeranum sem var búinn að stela svo miklu fé að hann þorði ekki að fara í sumarfrí árum saman svo kæmist ekki upp um þjófnaðinn.  Ríkisstjórn og Seðlabankastjórar eru hinir raunverulegu gjalkerar Íslands og þeir þora ekki að yfirgefa stólana svo slóðin verði ekki rakin og upp um þau komist. Hvernig þau fóru illa að ráði sínu gagnvart þjóðinni.  


Um bloggið

Útvarp Saga ehf

Höfundur

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu FM 99.4. Útvarp Saga er eina frjála og óháða útvarpsstöðin á Íslandi og byggir dagskrá sína fyrst og fremst á talmáli hefur 31% hlustun á landinu öllu skv. Gallup í september 2008. Þú getur hlustað á netinu utvarpsaga.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband