17.11.2008 | 23:32
Fjármálaeftirlitið í Hollandi samþykkti IceSave reikningana!
Það er athyglisvert viðtal í helgarblaði Viðskiptablaðsins við Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóra Landsbankans þegar hann var spurður um IceSave reikningana í Hollandi sem stofnsettir voru í maí s.l. Hann segir að íslenska Fjármálaéftirlitið hafi ekki gert kröfu um dótturfélag í upphafi en síðar hafi komið fram ósk um það.
Halldór segir orðrétt" Það er fyrst og fremst viðtökuríkið sem þarf að samþykkja innlánastarfsemina og þess vegna tilkynntum við Hollendingum að við ætluðum að hefja töku innlána og í framhaldi af því voru gerðir samningar um tilhögun trygginga og það var hollenska fjármálaeftirlitið sem samþykkti það"
Þetta varpar fram þeirri spurningu hvort Hollendingar beri ekki jafn mikla ábyrgð á þessum innlánsreikningum ef ekki meiri. Þessir samningar hljóta að ligga fyrir í Landsbankanum sem sýna það og sanna að hollenska fjármálaeftirlitið gaf leyfið og ber því höfuðábyrgð á eftirlitinu. Það lítur út fyrir að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft í huga að þetta væri mál væri ekki milliríkjamál heldur mál fyrirtækis á evrópska efnahagssvæðinu þ.e. Landsbanki Íslands sem fékk heimild hjá hollenska fjármálaeftirlitinu til að starfrækja lánastarfsemi í Hollandi. Ef hollenskir sparifjáreigendur eru ósáttir við framgöngu Landsbankans og leyfisveitingu hollenska fjármálaeftirlitsins þá eiga þeir aðilar að höfða mál á hendur Landsbankanum og hollenska fjármálaeftirlitinu. Alþingi Íslendinga þarf að athuga þennan þátt málsins áður en samþykkt verður að gefa út óútfylltan víxil vegna IceSave reikninganna í Hollandi á kostnað íslensku þjóðarinnar.
Um bloggið
Útvarp Saga ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima...
Sigríður Inga Ingimarsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:58
Alveg hárrétt.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.